Leita í fréttum mbl.is

HELGIN BÚIN....

Hún var alveg ágæt...;)  Erum búin að vera á flakkinu. Leika okkur og borða góðan mat og bara allt fjandi fínt...;) En mikið djöfull hlakkar mig til að fá Goggann í land...;) þá bíð ég með málningargallann og pensilinn á bryggjunni og skutla honum rakleitt upp í hús að mála...ég get ekki beðið eftir því þegar það verður allt klárt úff...Vilberg er búin að velja sér að hafa spiderman herbergi og fær hann það...og þar sem hann hefur alltaf verið með Ástþór í herbergi þá verðum við að gera það svaka fínt svo hann verði hrifinn ;) hann segist nefnilega ætla bara að vera áfram með Ástþór hehe  en Ástþór fær líka að ráða sínum litum og varð liverpool fyrir valinu hvað annað.....alveg heilaþveginn gaurinn ;) En svo vildi Arna bara hafa það plain....svartann vegg,svartar gardínur....bara svona plain heheheh ég gæti gargað hún er svo einlæg og frábær....heheh snillingur alveg. Eins og mamman InLove En já þannig það er nóg fyrir þann duglega að gera þegar hann kemur í land...Hann hefur viku til að koma okkur inn og setja upp allt og gera fínt...en við erum svosem jafn ofvirk og hef ég litlar áhyggjur af því að þetta gangi ekki eftir....Devil 

Jæja ég er farin að lúlla, búin að vera heima með Vilberg veikann og get ekki beðið eftir að vakna til vinnu á morgunn úff.....vona að ég verði ekki atvinnulaus.. þá mundi ég nota orkuna í að vera pirruð það er á tæru. Og það því nennum við ekki heheheeh  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlitskvitt til tín.Vonandi  hressist Vilberg fljótt....Vonum nú ad tú haldir vinnunni tinni.Tú ert svo ánægd med hana.

Hlýjar kvedjur frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.11.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

;) takk...nei ég held sko líka að ég se ekki að missa vinnuna sem betur fer. ;)

Enda frábær vinnustaður

Halla Vilbergsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allt í gangi og vonandi að vinnan verði það líka. góðir straumar til þín úr Reykjavíkinni

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband