Þriðjudagur, 9. september 2008
OH ÉG ER LEIÐ OG ÉG ER PIRRUÐ ;(
Og hananú....það er ekkert oft sem ég verð leið.En nú er ég komin á rönguna Ég fór upp í Fyrir lifandis löngu og tilbúin að sofna en enn er ég vakandi....Geltandi eins og fáviti já nánast pissandi undir.... Þoli þetta ekki og ég sem lét það út úr mér að ég væri bara að verða eins og ný....En það er vitavonlaust að leggjast útaf því ég held vöku fyrir öllum í götunni...Þannig ég er bara komin á sófann og hangi í skruddunni.Sem er nú heldur ekki upp á marga fiskana...Drepandi á sér óhikað í tíma og ótíma..þó ég hóti henni í sorpu þá skeður samt ekkert..... Æi það er ótúlega stutt milli gleði og gráturs....Núna þá bara hundleiðist mér. hangandi alltaf eitthvað alein og vesenast. En hingað til hefur mér svosem ekki leiðst en hugsið ykkur..á meðan ég gelti og rífst hérna við sjálfan mig er engin til að hita kakó handa mér,binda á mig trefil né berandi í mig verkjatöflur svo ég sofni....nei nei það trúlega sofa allir sínum væra bara....hehehe En það er bara fínt. þá er helður engin að garga á mig Halla Vilbergsdóttir steinþegiðu....því ég sjálf væri farin að heiman ef einhver tæki upp á þessu gelti marga daga í röð....En alveg veit ég hvað er að trufla..Reykingarnar pottþétt,fer ekki ofan af því. Hvernig má anna vera en að maður verði geltandi ef þeim...allstaðar látin reykja úti. Haldiði a þetta fari vel með mann...suss.hehe Skítakuldi og maður má samt fara út að reykja.
En sveimér þá ég held ég smelli á mig nettum smók núna og þambi eitthvað jólasnafs sem Hemmi gaf mér á jólunum og athugi hvort ég lagist ekki....annars drulla ég mér í útiföt og næ blaðberanum á 24 stundum og tek trítlið með honum....
kanski maður nái ´ser í 2 hverfi sem blaðburðardrengur...fari að safna mér fyrir nýjum speglum á reihjólið mitt....hver veit.
Kemur í ljós eftir sopann hvernig ég verð...
En góður vinur ræsir mig 7 og trúlega ver ég a reyna að sofna núna.
góða nótt mín kæru.
Bloggvinir
- boi
- brjann
- blekpenni
- skruddulina
- gummibraga
- katlaa
- zordis
- roslin
- saxi
- beggipopp
- rannug
- kjarrip
- saethorhelgi
- stormsker
- karfa
- dj-storhofdi
- tigercopper
- landi
- 7-an
- markusth
- rattati
- coke
- skordalsbrynja
- jyderupdrottningin
- liljabje
- rokkdruslan
- jea
- besta10an
- jackylynn
- haukamenn
- robertthorh
- helgadora
- fridrikomar
- danjensen
- nunaedaaldrei
- hallarut
- gattin
- dagsol
- topplistinn
- sveinni
Nýjustu færslur
- Svakalega vankaður dagur,en aldeilis bjargaðist þegar leið á ;)
- Er ekki rétt að vekja þetta upp aftur sveimér þá ;)
- Kann ekki að fara í karakter....
- Uppvakning...
- Smá kaldhæðni..
- halló kæru apar..!!!
- ÞETTA FINNST MÉR ALVEG MAGNAÐ...
- Gerum ekkert nema að vinna....;)
- ER AÐ FARA Í BAÐ MEÐ FRÚNNI.....
- Smá hlátur.....
Tónlistarspilari
Tenglar
'OMISSANDI LESNING
- Palli krati OFVIRKI SNILLINGURINN
snillingar
Nausynlegt að skoða
ýmislegt
ormarnir mínir
algjörir snillingar
- Villi litli Alveg dásamlegur
- 'Astþór klárlega flottastur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku besta SS-Halla. Þú ert væntanlega núna að vakna, og ég býð þér góðan daginn! Ég þoli ekki heldur að geta ekki sofnað, en hef sem betur fer ekki átt við það vandamál í langan tíma. Vonandi náðirðu að sofna eitthvað í nótt.
Mér finnst svindl líka að enginn geti fært þér kakó og verið næs við þig akkúrat á þessum augnablikum - þegar þú kannski þarft sérstaklega á því að halda. En brosið þitt verður komið þegar þú lest þetta, veit ég vel, og kjafturinn kominn í gang. Því ef það er eitthvað sem ég dýrka við þig, þá er það kjafturinn ... ... nei, annars, þú ert komplett pakki - bara flottust.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 06:59
Vona að þú hafir náð að sofa vel, þegar þú loksins sofnaðir.
Megi dagurinn verða þér hin ljúfasti
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 09:06
Elsku kellan mín var búin að segja þér flóuð mjólk og Whisky
Rut (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:16
Já hæ þið öll...ég er sko vöknuð og Doddi minn takk fyrir hólið en ég er sko sérdeilis ekki farin að brosa eins og á að vera ;( vaknaði við fínt símtal en sofnaði bara strax aftur þegar eg lagði á heheheh en svaf svo til rett fyrir níu...sem þýðir að annann daginn í röð sef ég yfir mig í nýja djobbið...en það er ekkert hættulegt svosem..verð bara lengur ;) En ég gaf mér nú samt tíma til að koma við á skólaskrifstofunni að fá mér einn sopa með Rut áður en lengra var haldið....
EN ég er að kafna úr hósta.Alveg að bilast;(
Halla Vilbergsdóttir, 9.9.2008 kl. 09:59
Já þetta er sko argasta óforskammaleg heit að láta fólk reykja svona úti og svo veikist það bara á þessum andskotans reglum sem vaða út um allt á skítugum skónum,svei mér ef ég er ekki bara líka reiður yfir þessum pempíu hætti sem þrífst orðið allstaðar .. en svo labbar maður inn í einhverja lyftu og ilmvatns stybban er að drepa mann,það er eins og sumar konur hafa spreyjað 1/4 úr glasinu í lyftunni áður en komið er í bílinn eða á viðkomandi vinnu eða erindastað,þetta er náttúrlega ekki eðlileg framkoma við fólk sem reykir að það fái ekki að kveikja í rettu til að jafna lyktina út,þvílík og önnur eins frekja í þessu fólki .
Vonandi hættiru þessu gelti sem fyrst svo þú sofir þá eitthvað næstu nótt......
Landi, 9.9.2008 kl. 11:33
Hæ skvís takk fyrir stoppið í morgun allaf jafn gaman að fá þig í kaffi hehehe.....!
Rut (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:47
Mig hafa búið lengi í Úg-löndum, ég taka langan tíma skilja þú "gelta" er sama og ég "Hósta"..... ég þurfa lesa tvisvar þitt blogg ikke? Men svo kommer det nu og jeg forstår det hele mon ikke hva ;)
En ég sá þig alveg í anda Geltandi upp í rúmi Voff voff grrrrr voff !!!
Hahahahahaha
Bestu kveðjur og ósk um bata
Jac "Úglendingur" Norðquist
Jac Norðquist, 9.9.2008 kl. 13:06
ussuss! rosalegt að heyra þetta!
Við ættum kannski bara að taka höndum saman og hita kakó fyrir hvort annað og hjúkra ;)
leynilegi aðdáandinn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:20
Ég verð nú bara að segja það að ég er líka orðin forvitin að vita hver þessi leynilegi aðdáendi er....!
Rut (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:24
Vertu hress mín kæra.
Les þig betur í kvöld á víst að vera að vinna.
Takk fyrir bloggvináttu.
Halla Rut , 9.9.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.