Leita í fréttum mbl.is

SAUÐURINN ÉG !

Fór í sund í gærdag og á leiðinni heim þá var ég að koma Villa í föt. Aðvitað var vangefið bras á kauðaShocking Svo endaði þetta allt saman á að ég rak HAUSINN SVONA GLIMRANDI HRESSILEGA Í SKÁPHURÐINA FYRIR OFAN '' GARG '' Ég fór á rönguna og í allann gærdag er ég búin að vera að drepast í hausnum.....Risa kúlu og svaka fín...;) Vangefin í geðinu og allt bara meiriháttar.......En samt þá var þetta bara svona en svo núna er liðinn sólarhringur og ég er bara að DREPAST. Ætli það sé ekki sprunginn hauskúpan og það blæði hægt og rólega inn á heilann eða eitthvað ohhh ...þetta lagast !

En það er samt á svona stundum sem er glatað á búa einn...Vilberg að leika batterílausan reykskynjara '' BÍP BÍP BÍP'' Eins og hann fái borgað fyrir það og Ástþór að mata hann af allskonar rugli...Meðan ég reyndi að slaka á í sófanum en það er ekki FRÆÐILEGUR. Þeir eru alltaf eins og ljós nema þegar þeir eiga að vera það Whistling  Það hefði verið ljúft að það hefði verið tilbúin kveldmatur þegar ég kom heim, búið að skrúfa frá sturtunni og svo mætti ég bara fara í koju á meðann bóndinn mundi láta læra og koma þeim snillingum í bælið ! Og vekja mig svo bara á morgunn.......EN hvað um það, enginn bóndi enginn fríðindi...

jæja verð að Rjúka,taka rafhlöðurnar úr dyrabjöllunni áður en geðið fer endanlega til fjandans...........Ég er hann núna á heimilinu..greinilega!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kjéddlingin .... við verðum að finna bónda handa þér sem fyrst eða allavega svona staðgengilsbónda sem græjar allt og þú sefur blíðum þyrnirósarsvefni!

Skal tala við vinkonu mína sem á duglegan kall ...

www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 23:33

2 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Ja hehehe biddu hana að lána mér hann bara sirka 3 kveld í viku hehe ;)

Halla Vilbergsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband