Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Skóli Lífsins er merkilegur heheh
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Já já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt hehheh gleðilegan miðvikudag ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
halló kæra fólk.......
Ég er nú bara rétt að segja hæ....búin að vera í felum í nokkra daga ;) með kollinn fastan í skólabókum....Var að enda við 21 verkefni svo ég get glöð sofnað..Ástþór búin að vera að læra líka svo þetta lítur út eins og við séum geggjaðir bókaormar En erum það nú ekkert...ég allavega er samt búin að læra helling og ef ég fæ ekki tíu á prófi þá verð ég vitlaus...það er bara ekki flókið.Maður er ekki að leggja þennan lestur á sig og verkefni og steikja á sér kollinn með tilheyrandi pirring og fá svo einhvern skít fyrir...nei tíu skal það vera annars skal ég hundur heita og kveikji í skruddunni og fer aldrei aftur í skóla heheheheh Já og með Ástþór þá bannaði ég minna en 8,5......;) Það verður allavega fróðlegt að sjá þetta allt saman....
Það er bara akkúrat ekkert að frétta úr kjallaranum nema að það er náttfatadagur dag eftir dag hérna nennir engin að greiða sér né fara í leppa....tussó lið...;) drengirnir fóru nú svosem i pabbahelgi,Georg á sjóinn og eg í matarboð og svona á laugardag en annars bara leti.... voða tómlegt hjá manni....En mér tókst allavega að snúa sólarhringnum við og guð má vita hvenar ég kem honum á rétt ról aftur shit....Já og Sara ég sér að þú sért að plana brúðkaupið þitt með Sverri Stormsker og Leoncie sem skemmtikrafta....guð hvað ég hlakka til að mæta og klárlega kem..þarft ekki að senda mér boðskort....En svo fór ég að hugsa hver í fjandanum er sá heppni ;)ég er svo forvitin að ég er að deyja..Hvaða píu ertu nú buin að stinga undan heheeh má ég giska...er þetta fótboltakappi nr,10...eða starfsmaður í löndun hjá þorbirni ( ég vona hann) ....nú eða verslunarstjórinn í netto grindavík,,hahaah ég er öll spennt...;)
Djöfull væri maður til í giftingu....úff ég á það aldrei eftir...en glatað að sjá hvað eru tómir skáparnir hjá manni....það vantar alveg sparistell,hnífaparasett einhver falleg glös já og svo auðvitað hrærivélina........svo mundi ég langa í uppþvottavél Komin með vibba á gulu gúmmihönskunum...ohhh æi já það er margt sem mann langar í...nú leggst ég á koddann og vona að þetta verði allt hérna þegar ég vakna og ég þurfi ekki að standa í kjólabrasi og svona ;) það fer mér nú trúlega illa að vera i svoleiðis dressi ;)
En allavega góða nótt eymingjarnir mínir ....;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
NOKKUÐ FLOTTAR AUGLÝSINGAR ;)
* Sérstakur hádegisverðarmatseðill: Kjúklingur eða buff kr: 600,0
kalkúnn kr: 550, börn kr: 300.
* Til sölu: Antik skrifborð hentar vel dömum með þykka fætur og
stórar skúffur.
* Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með
þér heim.
* Við eyðileggjum ekki fötin þín með óvönduðum vélum, við gerum það
varlega í höndunum.
* Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
* Þetta hótel býður uppá bowling sali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra
íþróttaaðstöðu.
* Brauðrist: Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska.
Brennir brauðið sjálfvirkt!
* Ísafjarðarkaupstaður: Starfsmann vantar, kvenmann, til starfa.
* Við byggjum upp líkama sem endist ævilangt!
* Vantar mann til að vinna í dínamitverksmiðju. Þarf að vera
tilbúinn til að ferðast.
* Notaðir bílar. Því að fara annað og láta svíkja sig. Komdu til
okkar!
* Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né
drekkur.
* Ólæs? Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis
aðstoð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
ALVEG GÆTI ÞETTA OLTIÐ ÚR MÍNUM MUNNI ;)
· Þessi peysa er mjög lauslát......................
· Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi......(Geri aðrir betur....)
· Hann sló tvær flugur í sama höfuðið............
· ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg......
· Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér........
· Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm......
· Hann sat bara eftir með súrt eplið.................
· Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.....
· Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast......
· Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti....
· Þar stóð hundurinn í kúnni...
· Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
· Svo handflettir maður rjúpurnar...
· Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.....
· Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
· Betur sjá eyru en auga
· Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið steinsofandi)
· Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (sagt á Akureyri)
· Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
· Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
· Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Selfossi)
· Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
· Lærin lengjast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
9,8 Á PRÓFI....;)
JÁ HVERJUM HEFÐI DOTTIÐ ÞAÐ Í HUG HAHAHAH en það er bara þannig....Ég er bara svona sérlega klár greinilega að ég nelgdi Þetta bara svona fínt....og alveg ógó montin ;)'Eg hélt alltaf að ég væri illa haldin af athyglisbrest en það virðist ekki vera húrra fyrir því þá er bara að tækla næsta...sem ég held að verði lítið mál...kaupi bara smá nammi handa kennaranum,þá held ég að ég sé sloppin fyrir horn..heheheh hann bað mig að henda inn nektar mynd af sér hérna á bloggið og auðvitað geri ég það sem ég er beðin um......;)
Ég googlaði bara upp Leibbi kennari og þá kom upp þessi fína mynd af honum....
SPURNING UM AÐ VAXA Í NÆSTA TÍMA
Jæja ég stóð við mitt svo nú er það hans að gefa mér tíu á næsta heheheh...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. maí 2008
BUMBAN Á MÉR ER EINS OG LANDAKORT........
'Eg var ekkert smá dugleg í kvöld..úff ég mokaði í einn ruslapoka af dóti hjá þeim piltum og síðan ekki söguna meir...geri bara restina á morgunn ;) Ég nefnilega missti mig í að hugsa og vá ekki kemur það nú oft fyrir og ég er bara ekki frá því að það gúmmílykt í kjallarann....En já um hvað var ég að hugsa ha... Það var bara svona eiginlega hvað mig mundi langa, og það er bara hellingur.. T,d nýr lexus,steingrár. Djöfull eru þeir fínir shit ;) Ég verð nú að vera á svona fínni kerru þegar ég er buin í átakinu sem ég var að skrá mig í í dag ;) stefni á 4 kg í þessum mánuði og þá mega 2 fara sem eftir er sumars hehe þá er ég sko sérdeilis sátt...Ef við erum að fara að leika okkur á spáni þá þyðir nú ekkert að vera eins og vagúm pakkað bjúga....bara ekki í boði. Svo fór eg nú að spá að eftir svona nett átak og ef það gengur,'Eg hætti i namminu og kóki og helvítis bjórnum þá verðlauni ég mig með bikini..En það gleymdist fljótt þegar ég mundi eftir ógeðis örinu á bumbunni...ohh ég fékk gallsteina 95, sem voru teknir 1996 og skurðurinn eins og þjórsá..helber viðbjóður ;) svo ég fæ mér bara kafarabúning. En ekki slæmt að geta hisjað upp um sig bolinn og geta sýnt þjórsá og svo er naflinn svo nettur þessa dagana,hann er eins og Gauahellir...hahah þarft svona ljós á ennið til að kíkja inn í hann ;) magnað.....ég gæti verið i sirkus ;) en það lagast,verð ógó sæt eftir heilan mánuð...það verður fróðlegt að sjá hvort ég standist freistingar og missi þessi 4kg ;) Ég var nú samt alvarlega að spá í að smella mér á danska kúrinn og drekka bara FAXE,það held ég að sé i boði ;) Já já þannig málið er núna að vera dugleg,borða hollt,drekka vatn og svo fara í ræktina áður en kortið rennur út ... ;) en fyndið þetta var 1 dagurinn og ég gaf nammið og nú trúlega get ég ekki sofnað því ég veit að það eru tómir skápar...haha fyrir hvað á ég þá að vakna í nótt
Bjúgað er allavega komin á koddann og tilbúin að takast á við dag 2 í heljar átaki....ég vill hafa þetta svona keppni....en það borgar sig ekki þá þarf ég að fara að svindla og svona hehehe...taka 20 hydro á dag og leika forest gump...nenni því ekki ;) Ég hef ekki fengið hlaupasting i 24 ár og fer varla að gera það úr þessu...á gamals aldri...nei er það
jæja apar BUMBAN GOOGLE EARTH BÍÐUR GÓÐA NÓTT....;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Komin með nóg í bili......
Hvað í fjandanum gæti verið að manni....ég fór á lappir 12 þegar krakkarnir voru búin að gera fokhelt og rúmlega það og ætlaði að taka súbbann í gegn og heimilið..setja föt i poka og setja í rauðakrossinn,taka þennann samtíning sem er hér upp um alla veggi og glugga og fleygja því...já og svona henda sirka öllu úr herberginu hjá piltunum á haugana..óþarfa helvítis drasl um allt herbergi Þoli ekki þegar þetta er út um allt ;( fer í mínar fínustu....svo verð ég líka að láta ath eyrun í krökkunum ég hef stórar áhyggjur að þau séu stútfull af merg...heyra allavega ekki eitt orð. já og ég er ekki búin að gera nokkur skapaðan hlut nema pirra mig á þeim.....skil ekki afhverju eg er ekki 2 kíló á þesum eltingarleik alltaf...
fjandans óþægð hérna í þeim og afþví Deddi er farin á sjó þá halda þau að allt sé i boði og ég sé bara eitthvað vangefin...ég er aðþví komin að fara í rot gírinn...!!!!!!!!!! En ég held ég geti farið að slappa af núna villingurinn var að sofna í sófanum í vindbuxunum og skóm með grilluðu pylsuna sína i höndinni hahaha þá er hann farin að hlaða batteryin fyrir morgunndaginn...og ég ætti að gera það líka...en núna get ég farið í það sem staðið hefur til í allan dag...taka allt í gegn...;)
en hver ætli taki tæplega 4 ára dreng i sveit hehe veit einhver það...og miklu meira hægt að láta hann vinna heldur en 15 ára krakka pottþétt....;) endalaus vinnumaður..
æi hann er nú voða krútt svona steinsofandi mð pylsuna..;)
kveðja ein i pirringskasti...;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 17. maí 2008
GULUR OG GLAÐUR ;)
Þetta var nú alveg auðvitað svaka fjör í dag ;)
Allir tilbúnir að vakna NEMA AUÐVITAÐ skæruliðinn HANN VAR EKKERT AÐ FARA AÐ KEPPA OG BREYDDI BARA YFIR HAUS... Ástþór var alveg glimrandi góður og skoraði 3 mörk,og skulda ég honum 2000 KJELL...hann gerði díl á leiðinni að ég mundi greiða honum 500 fyrir markið og ég samþykkti það en svo öskraði hann mig í síðasta leik...ÞÚSUND KALL Á MARK OG DÚNDRAÐI INN HEHEHEHHE ;)
þannig hann var bara helv...góður
þá lá leið okkar í sörla því Arna átti að keppa 2 og ætlaði svo með okkur heim...En hún var svona Glimrandi fín á töltinu og auðvitað beint í úrslit og verða þau á morgunn svo við bíðum bara spennt eftir morgun deginum....
Þannig bæði voru með flottan dag í sínu sporti...og ekki gleymist Villinn..ég veit bara ekki hvað sportið hans kallast.hehe
'A meðan ég var að horfa á Ástþór var afrekaði hann margt...eins og t,d Míga beint fyrir utan hurðina á Akraneshöllinni og þegar það var verið að áminna hann þá skilur hann ekkert í þessu röfli í manni..og segir hvað er þetta maður slakiði á ÉG VAR BARA AÐ FÁ MÉR AÐ MÍGA svo var hann horfin með það sama....nú það leið ekki langur tími þar til hann fannst næst... Mér var litið upp í stúku og sé glitta í gallabuxur sem mér fannst vera eins og hans...jú jú þar var hann fastur milli veggsins og stúku með rassinn nyður eins brotin nett saman..hnéð við nefið...;) og ég spurði hann hvað í fjandanum ertu nú að gera ...EKKERT SAGÐI HANN HORTUGUR..SÉRÐU EKKI AÐ ÉG ER FASTUR. jú ég sé það sagði ég.....nú á þá bara að standa þarna,og var hann mikið hneikslaur á mömmu sinni þarna......;) hehe og svo koll af kolli.. ég var bara orðin þreytt á eltingarleik við hann..........sem þýðir hann verður heima næst.
En hún Aníta hún var bara eins og hún átti að vera stóð hjá okkur og öskraði á grindavík;)
Jæja nú er búið að vera þögn í smá tíma frammi þannig þá er HARMLEIKUR Í UPPSIGLINGU og ég farin að athuga hvað Vilti villi er að dunda sér við núna.....;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 17. maí 2008
ÉG HELD AÐ VILLI VERÐI FERMDUR Á STUÐLUM HEHEHEH
Jæja þá er mín enn að brenna sig á kaffiþambi...þoli ekki hvað ég er stapill og ákveðin,ég Ætlaði ekki að fá mér dropa eftir kl 17 því ég þarf að vakna 6.15 og viti menn ég er búin trúlega með eina 5 bolla bara síðan 9... Ég var bara í góðum gír að nesta liðið fyrir Akranes í fyrramálið...Hann Eysteinn fótbolta þjálfari í Grindavík bauð Ástþóri að keppa með gömlu vinunum og var kauði alveg glimrandi glaður með það Frábært hjá Eysteini...Og sagðist Ástþór ætla taka nokkur mörk fyrir hann hehehe...En þar sem Aníta Georgs er í Hölluhelgi og Vilberg í gírnum Eins og vanalega þá verðum við nú að fara á lappir tímanlega..Svo fékk Birgir Söruson næturgistingu í kjallaranum til að fá far á skagann....Svo þetta verður bara hellings battery...og klárlega er ég viss um að ég sofi yfir mig,Vilberg öfugsnúin þegar það er ræs og neitar að fara í föt og læti og sá stóri trúlega Illa geðvondur yfir að fá ekki að sofa út...;) æi.
Villi og Aníta eru bestu vinir og frábært hvað þau eru miklir grallarar....Aldrei draga þau úr vitleysunni í hvort öðru heldur er bara vesen frá A-Z á þeim allann daginn haha í dag þá tóku þau upp öll fjölæru blómin í garðinum og settu saman í nettan vönd,bönkuðu svo uppi hjá lúlla..(eigandanum af blómunum) og færðu honum...það kom auðvitað svipur á liðið og þau skömmuð fyrir að skemma blómin.Ekki var minn alveg sáttur við skammir því hann sagði hvað er þetta þau eiga bara að fara í vatn heheh alveg frábært....
SNILLINGARINIR....;)
En jæja þá er það koddinn blessaður..reyni að koma mér fyrir með Ástþór uppí..plássfrekasta krakka sunnan alpafjalla...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Endalaust líf á þessum bæ...........;)
Það er nú magnað þetta veður sem hefur verið hérna í vogunum í dag ;) vá vangefið....Deddi ræsti mann út í að mála gróðurhúsið og vorum við að þvi í allann dag með Möggu( mömm hans) og Ingu sys.....svaka fjör sem endaði með grill party og fjör..sófasettið og kamínan komin á sinn stað svo ég verð ekkert hérna inni fyrr en í haust hehe vei vei....þar má drekka öl og halda party svo bara allir velkomnir í garðparty...
Hjólakennslan gengur sinn gang...ég hleyp á eftir og held í og svo er bara hlegið...þetta er nú meira fíflið
Ástþór gerði mömmu sína káta í gær...hvarf og ég leitaði að honum um allt..og orðin nett pirr á kauða en fann hann á endanum upp á húsþaki á skólanum stríðandi stóru stelpunum heheheh þá er það byrjað...og djöfull held ég að minn verði naskur í þessu.... Endalaust flottur.....
jæja vildi bara segja hæ á meðan Villinn er að sofna svo er ég bara farin aftur í kósýheitin út í gróðurhús......helv næs......;)
skál.....
Ég var nú samt að pæla hvernig ég í fjandanum náði að mála allt hárið á mér hnéð,samt í buxum og bumbuna....merkilegt en það verður alltaf meiri málning á mér en draslinu sem ég er að mála hahaha trúlega brussa....allt á að ganga og gerast í hvelli...hahah þoli ekki seinagang....;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
- boi
- brjann
- blekpenni
- skruddulina
- gummibraga
- katlaa
- zordis
- roslin
- saxi
- beggipopp
- rannug
- kjarrip
- saethorhelgi
- stormsker
- karfa
- dj-storhofdi
- tigercopper
- landi
- 7-an
- markusth
- rattati
- coke
- skordalsbrynja
- jyderupdrottningin
- liljabje
- rokkdruslan
- jea
- besta10an
- jackylynn
- haukamenn
- robertthorh
- helgadora
- fridrikomar
- danjensen
- nunaedaaldrei
- hallarut
- gattin
- dagsol
- topplistinn
- sveinni
Nýjustu færslur
- Svakalega vankaður dagur,en aldeilis bjargaðist þegar leið á ;)
- Er ekki rétt að vekja þetta upp aftur sveimér þá ;)
- Kann ekki að fara í karakter....
- Uppvakning...
- Smá kaldhæðni..
- halló kæru apar..!!!
- ÞETTA FINNST MÉR ALVEG MAGNAÐ...
- Gerum ekkert nema að vinna....;)
- ER AÐ FARA Í BAÐ MEÐ FRÚNNI.....
- Smá hlátur.....
Tónlistarspilari
Tenglar
'OMISSANDI LESNING
- Palli krati OFVIRKI SNILLINGURINN
snillingar
Nausynlegt að skoða
ýmislegt
ormarnir mínir
algjörir snillingar
- Villi litli Alveg dásamlegur
- 'Astþór klárlega flottastur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar